
Markmið setursins er að vera vettvangur fyrir alþjóðlegar rannsóknir og miðlun á bókmennta- og menningarsögu íslenskra vesturfara. Setrið leggur sérstaka áherslu á samstarf við bæði innlenda og erlenda fræðimenn á þessu sviði, meðal annars í tengslum við útgáfustarf, alþjóðlegt sumarnámskeið á Íslandi; alþjóðlega fyrirlestraröð í nafni Guttorms J. Guttormssonar, skálds Nýja Íslands, og verkefni tengd bæði 150 ára afmæli Nýja Íslands árið 2025 og 100 ára dánarafmæli Stephan G. Stephansson árið 2027. Setrið leggur jafnframt sérstaka áherslu á samstarf við afkomendur íslenskra vesturfara í Norður Ameríku í tengslum við áframhaldandi fjáröflun í Stephan G. Stephansson styrktarsjóð Háskóla Íslands og sköpun rannsóknabókasafns í Veröld – Húsi Vigdísar. Nánari upplýsingar veitir Birna Bjarnadóttir: birna@hi.is