Rannsóknir við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
Rannsóknir við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
Rannsóknastofur
Fornfræðistofa er vettvangur fyrir rannsóknir í klassískum fræðum og fyrir þverfræðilegt samstarf um verkefni sem varða málefni og miðlun klassískra fræða. Nánari upplýsingar veitir Geir Þórarinn Þórarinsson.
Rannsóknastofa í máltileinkun er starfrækt við Háskóla Íslands og heyrir undir Hugvísindasvið. Hún byggist á samstarfi Málvísindastofnunar, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Tungumálamiðstöðvar og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Már Sigurðsson.
Markmið stofunnar er að vera vettvangur fyrir rannsóknir, þýðingar og miðlun á smásögum og styttri textum fyrir fræðimenn og þýðendur úr ólíkum áttum. Með styttri textum er meðal annars átt við örsögur, brot, exempla, anekdótur, ævintýri, þjóðsögur, fabúlur, strengleika/stuttar ljóðsögur og esseyjur. Nánari upplýsingar veitir Kristín Guðrún Jónsdóttir. Sjá einnig nánar á stutt.hi.is.
Rannsóknastofan GLÓSA er vettvangur fyrir fræðimenn og áhugafólk um orðabókafræði og gerð. Markmið Rannsóknastofu í orðabókafræði eru að:
- vera vettvangur fyrir rannsóknir á sviði orðabókafræði og orðabókagerðar
- standa fyrir málstofum, málþingum og ráðstefnum um orðabókafræði,
- skipuleggja rannsóknarverkefni og eiga aðild að þeim,
- beita sér fyrir útgáfu efnis um orðabókafræði og orðabókagerð,
- stuðla að samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir innan og utan Háskóla Íslands.
Stefnt er að fyrstu viðburðum á vegum Glósu haustið 2023
Ábyrgðarmaður GLÓSU er Erla Erlendsdóttir, prófessor í spænsku.
RÍÓ er rannsóknastofa í orðasambandafræði og er vettvangur fyrir fræðimenn og áhugafólk um orðasambandafræði (frasíológíu). Markmið RÍÓ eru að:
- vera vettvangur fyrir rannsóknir á sviði orðasambandafræði
- standa fyrir málstofum, málþingum og ráðstefnum,
- skipuleggja rannsóknarverkefni og eiga aðild að þeim,
- beita sér fyrir útgáfu efnis um orðasambandafræði,
- stuðla að samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir innan og utan Háskóla Íslands.
Stefnt er að fyrstu viðburðum á vegum RÍÓ haustið 2023
Ábyrgðarmaður RÍÓ er Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku.
Rannsóknaverkefni
Þátttakendur eru fræðimenn frá háskólanum í Nuuk, Málráði Grænlands, Háskólanum í Þrándheimi, Háskólanum í Bergen, Háskólanum í Osló, Kaupmannanhafnarháskóla, Fróðskaparsetri Færeyja og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur fengið styrki frá Nordplus Sprog og Kultur. Nánari upplýsingar veitir Auður Hauksdóttir.
Nánari upplýsingar veitir Birna Arnbjörnsdóttir.
Megintilgangur þessa verkefnis, sem styrkt er af Nordplus Sprog, er að skoða námsefni ætlað til dönskukennslu á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku, ásamt sænskukennslu í Finnlandi. Áhersla er lögð á að skoða stöðuna á lokaári grunnskólanáms, en einnig námskeið fyrir útlendinga í Danmörku og sértæka sænskukennslu (sprogbad) fyrir yngri börn í Finnlandi. Þátttakendur koma frá háskólum á Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og njóta aðstoðar grunnskólakennara í öllum fimm löndum. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Oddsdóttir, thorhild@hi.is.
Verkefnið snýst um að kortleggja skoskar bókmenntir sem fjalla um Norðurheimskautssvæðið (the Arctic) á einn eða annan hátt, allt frá nítjándu öld til dagsins í dag. Áhersla verður á að skoða bókmenntir sem fjalla um eða endurspegla á einhvern hátt sögulegar hvalveiðar á svæðinu, landkönnunarleiðangra þangað og tengsl/samskipti við frumbyggja svæðisins. Leitast er við að setja slíka bókmenntalega umfjöllun í samhengi við söguleg tengsl Skotlands við svæðið sem og þann mikla áhuga sem skosk stjórnvöld hafa sýnt á Norðurheimskautssvæðinu síðustu ár. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Ágústsdóttir.
Í þessu verkefni er fjallað um þýðingasögu franskra frásagnarbókmennta á íslensku, allt frá miðöldum til dagsins í dag. Markmiðið er að fá yfirsýn yfir þýðingar- og viðtökusögu franskra frásagnarbókmennta. Aðferðir þýðenda verða skoðaðar og gerð grein fyrir stöðu og áhrifum þýddra verka innan íslenskrar bókmenntasögu og menningar. Nánari upplýsingar veitir Ásdís R. Magnúsdóttir.
Í verkefninu er leitast við að rannsaka þá lærdóma sem draga má af íslenska stjórnarskrárferlinu sem hófst árið 2010. Fjallað er um vinnu Stjórnalagaráðs, sem afhenti Alþingi drög að nýrri stjórnarskrá árið 2011, og tilraunir til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á árunum 2018 til 2025. Einnig eru fræðilegar forsendur þessarar endurskoðunar teknar til rækilegrar skoðunar. Nánari upplýsingar veitir Jón Ólafsson.
Sameinar vísindamenn, sýningarstjóra og listamenn sem vinna að list og sjónmenningu tengdum norrænum nýlenduverkefnum í Karíbahafi, Vestur-Afríku, Indlandi, Grænlandi, Íslandi og Sápmi. Þetta rannsóknarverkefni er sameiginleg athugun og umræða um það hlutverk sem nýlendustefna hefur haft í sköpun og móttöku lista- og listasagna víðsvegar um Norðurlönd og fyrrverandi nýlendur þeirra frá 1600 og fram á okkar tíma. PI er Mathias Danbolt, dósent við Kaumannahafnarháskóla. Nánari upplýsingar veitir Ann-Sofie Nielsen Gremaud.
UniStart Deutsch@NBL er alþjóðlegt rannsóknarverkefnið sem hófst árið 2019 í háskólum á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Markmið verkefnisins er að kanna hugarfar nemenda til þýska tungumálsins, skilja hvers vegna þeir kjósa að læra þýsku og að skoða tungumálakunnáttu nemenda í byrjun námsins. Nánari upplýsingar veitir Vanessa Isenmann.
Verkefnið skoðar hvernig franskir leikritahöfundir á nýöld sviðsettu kynni Evrópubúa við fjarlægar þjóðir og þær lögfræðilegu spurningar um landamæri, hertökur og þrælahald sem þessi þvermenningarlegu tengsl vörpuðu fram. Nánari upplýsingar veitir Toby Erik Wikström.
Megintilgangur verkefnis er að endurskoða miðaldaheimildir frá ólíkum menningarheimum, svo sem Býsans og konungsríkjum Rússlands og Skandinavíu, um austurvíkinga og Væringja á miðöldum. Nánari upplýsingar veitir Þórir Jónsson Hraundal.
Markmið verkefnisins er að þróa tillögur um innleiðingu efnis- og tungumálasamþætts náms (CLIL – Content and Language Integrated Learning) á öðrum tungumálum en ensku á mismunandi námsstigum, bæði í tungumálakennslu og í öðrum greinum. Nánari upplýsingar veitir Caterina Poggi.
Ásdís Rósa Magnúsdóttir og Irma Erlingsdóttir, prófessorar í frönsku, stýra verkefninu Frönsk bylgja í íslensku leikhúslífi: 1960–2000, en þar er sjónum beint að þýðingum og uppsetningum á frönskum leikhúsbókmenntum á þessu tímabili og áhrifum þeirra á íslenskt leikhús.
Verkefnið gengur út á að þróa stafræna starfsstöð fyrir nemendur í dönskunámi, þar sem viðmót og notkunarmöguleikar eru hannaðir með þarfir sérhvers nemanda í huga. Þar hafa nemendur aðgang að orðabókum og öðrum tiltækum hjálpargögnum, sem geta nýst þeim í náminu. Í EGO geta nemendur safnað saman þekkingarforða sínum í dönsku og skilgreint og flokkað efnið eftir eigin höfði. Eftir því sem náminu vindur fram eykst þekkingarforðinn í bankanum, og nemendur geta leitað í honum eftir ýmsum leiðum, m.a. út frá stafrófsröð, þemum eða áhugamálum. Nánari upplýsingar veita Auður Hauksdóttir.
Roma in the Centre nær yfir rannsóknanet fræðimanna sem stunda rannsóknir á bókmenntum, tungumáli og félagslegum málefnum Rómafólks um heim allan. Verkefnið stendur meðal annars fyrir ráðstefnum og útgáfu á smásagnasafninu Sunnudagsmatur og fleiri sögur Rómafólks sem kom út hjá Háskólaútgáfunni og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur árið 2020. Nánari upplýsingar veitir Sofiya Zahova.
Alþjóðlegt samstarfsnet um ritun fræðigreina á ensku og áhrif þess samkeppnishæfni fræðimanna sem skrifa á ensku sem öðru máli, á miðlun rannsóknarniðurstaða, og framlags til þekkingar. Ráðstefnur eru haldnar hvert þriðja ár, nú síðast við Vigdísarstofnun. Valdar greinar koma út í ráðstefnuritum s.s. hér. Nánari upplýsingar veitir Birna Arnbjörnsdóttir.
Alþjóðlegt samstarfsnet um erfðarmál í Ameríku, WILA, hófst með ráðstefnu í Noregi 2010 og hefur haldið ráðstefnur í Evrópu og Ameríku til skiptis. Netverkið hefur gefið út ráðstefnurit á hverju ári síðan 2015. Nánari upplýsingar veitir Birna Arnbjörnsdóttir.