Header Paragraph

Bókakynning: Að vestan. Íslensk-kanadískar smásögur og Hjónaband rauðu fiskanna

Image

Tvær nýútkomnar bækur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur verða kynntar á samkomu á Heimasvæði tungumálanna á 2. hæð í Veröld - húsi Vigdísar, fimmtudaginn 2. mars kl. 16:30-18:00.  

Bækurnar eru Að vestan. Íslensk-kanadískar smásögur í þýðingu Guðrúnar Bjarkar Guðsteinsdóttur og Hjónaband rauðu fiskanna eftir Guadalupe Nettel í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur. 

Frásagnargleði er í fyrirrúmi í Að vestan og opna sögurnar nýja og óvænta hugarheima. Í smásögum sínum leitar Guadalupe Nettel í dýraríkið til að kanna hegðun mannfólksins. 

Guðrún og Kristín segja frá verkunum lesa valda kafla. Bækurnar verða til sölu á staðnum og boðið verður upp á léttar veitingar.  

Verið öll hjartanlega velkomin.