Header Paragraph
Gervigreind í kennslu Þýsku sem erlends tungumáls
Námsgrein í þýsku býður upp á málstofuna Künstliche Intelligenz und Chatbots im DaF-Unterricht (Gervigreind og Chatbots (snjallyrki) í kennslu þýsku sem erlends tungumáls).
Fyrirlesari er Alexandra Rösner, sérfræðingur hjá Herder-stofnunni við háskólann í Leipzig. Málstofan fer fram á þýsku og verður haldin 27. febrúar kl. 10-13 í Veröld – húsi Vigdísar á heimasvæði tungumálanna, 2. hæð . Öll velkomin.
Image
