Hjónaband rauðu fiskanna komin út
Út er komin hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Hjónaband rauðu fiskanna eftir Guadalupe Nettel. Í bókinni eru fimm sögur þar sem höfundur fléttar örlög manneskjunnar við lífshætti bardagafiska, katta, kakkalakka og fleiri dýra, sem sum hver búa um sig í mannslíkamanum. Nettel (f.1973) er frá Mexíkó og er meðal athyglisverðustu rithöfunda sinnar kynslóðar í Rómönsku- Ameríku.
Kristín Guðrún Jónsdóttir þýddi sögurnar og skrifaði eftirmála og ritstjóri var Ásdís Rósa Magnúsdóttir. Ragnar Helgi Ólafsson sá um kápuhönnun. Verkið var styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Bókin Hjónaband rauðu fiskanna er fáanleg í vefverslun Háskólaútgáfunnar og öllum helstu bókaverslunum.