Varsjá

Námsleið í pólskum fræðum við Háskóla Íslands, í samstarfi við Háskólann í Varsjá og NAWA (The National Agency for Academic Exchange), býður upp á röð netfyrirlestra sem helgaðir eru pólsku og evrópsku upplýsingaröldinni. Fyrirlestrarnir fara fram dagana 15. september til 1. október í gegnum Zoom og verða haldnir á ensku af sérfræðingum frá Háskólanum í Varsjá. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og ókeypis.

Í þessum fyrirlestrum er hinn heillandi heimur 18. aldar til umfjöllunar og má þar m.a. nefna sögu Póllands og Evrópu, þróun vísinda á 18. öld, menntun, byggingarlist, málaralist, bókmenntir, leikhús og tónlist og félagsgerð og áskoranir upplýsingaraldarinnar.

Dagskrá og tímasetningar:

  • 15. september kl. 15:00–16:30
    Fyrirlesari: Dr. Rafał Waszczuk, Sagnfræðideild, Háskólinn í Varsjá. 
    Efni: Upplýsingaröldin, umbætur og takmarkanir þeirra: Inngangur að stjórnmálasögu Pólska-Litháenska samveldisins 1760–1790.
    Smellið hér til að horfa.

  • 17. september kl. 15:00–16:30
    Fyrirlesari: Dr. Katarzyna Wagner, Sagnfræðideild háskólans í Varsjá.

    Efni: Síðasti konungur Póllands, velgjörðarmaður lista og vísinda.
    Smellið hér til að horfa.

  • 22. september kl. 15:00–16:30
    Fyrirlesari: Dr. Katarzyna Wagner, Sagnfræðideild háskólans í Varsjá.
    Efni: Varsjá á tímum upplýsingaraldarinnar.
    Smellið hér til að horfa

  • 24. september kl. 15:00–16:30
    Fyrirlesari: Dr. Agata Wdowik, sérfræðingur hjá culture.pl.
    Efni: Bókmenntir pólsku upplýsingaraldarinnar.
    Smellið hér til að horfa

  • 29. september kl. 15:00–16:30
    Fyrirlesari: Dr. Agata Wdowik, sérfræðingur hjá culture.pl.
    Efni: Tómstundir og ferðalög Varsjárbúa á 18. öld.
    Smellið hér til að horfa.

  • 1. október kl. 15:00–16:30
    Fyrirlesari: Dr. Agata Wdowik, sérfræðingur hjá culture.pl. 
    Efni: Arfleifð upplýsingaraldarinnar í Póllandi: Sýn 20. og 21. aldar.
    Smellið hér til að horfa.

Þessi fyrirlestraröð er hluti af námi í pólskum fræðum við Háskóla Íslands og verkefninu ReyVarstígur – frá Reykjavík til Varsjár: á slóðum pólsku upplýsingarinnar sem er þverfaglegt verkefni þar sem námi og menningu er fléttað saman bæði á Íslandi og í Póllandi.

Deila