Header Paragraph

NIC ráðstefnan 2022 haldin í Veröld

Image

Norræna ráðstefnan Nordic Intercultural Communication 2022 (NIC) fór fram í 27. skipti í Veröld – húsi Vigdísar dagana 24.-26. nóvember 2022. Um er að ræða ráðstefnu sem haldin er árlega undir merkjum samstarfsnetsins NIC í einhverju norðurlandanna auk baltnesku landanna Eistlands, Lettlands og Litháen. 

Meðal þess sem fjallað var um á ráðstefnunni var norrænt samstarf og breytingar á svæðinu, menningarleg samskipti, fjölbreytileiki og ímyndarpólitík, minnihlutahópar, tungumál og bókmenntir innan norræna svæðisins. Lykilfyrirlestrar voru opnir almenningi, en þá fluttu Halldór Guðmundsson rithöfundur og útgefandi, Jens Allwood prófessor emeritus og fulltrúi NIC samtakanna sem einnig sat um árabil í ráðgjafanefnd Vigdísarstofnunar- alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, og Lesley Riddoch fjölmiðlakona.  

Ráðstefnunefnd var skipuð þeim Ann-Sofie Nielsen Gremaud dósent í dönsku, Auði Hauksdóttur prófessor emeritus í dönsku, Ingibjörgu Ágústsdóttur dósent í enskum bókmenntum og Kristínu Ingvarsdóttur lektor í japönskum fræðum. Ráðstefnan var styrkt af Hugvísindastofnun Háskóla Íslands or skrifstofu Rektors Háskólans.  

Dagskrá og aðrar upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar, https://vigdis.hi.is/en/events/nordic-intercultural-communication-conference-2022

Image