Header Paragraph

Pólskir dagar í Háskóla Íslands

Image

Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands efnir til pólskra daga 11. til 14. september þar sem Pólland fyrri hluta 20. aldar verður skoðað, tónlist og kvikmyndir kynntar og borgin Gdynia verður „heimsótt“. Pólskir dagar er haldnir í samstarfi við Háskólann í Varsjá og Sendiráð Póllands í Reykjavík. Viðburðirnir verða haldnir í Veröld – húsi Vigdísar og fara fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá pólskra daga:

  • Mánudagur 11. september kl. 16:30-18:00 í Veröld – húsi Vigdísar, heimasvæði á 2. hæð.
    Opnun: Hr. Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og Justyna Zych frá Varsjárháskóla.
    Fyrirlestur: Gdynia – hamingjusamasta borg Póllands (Małgorzata Malinowska, Varsjárháskóla). Gdynia, „borgin sem mótuð er af hafi og draumum”, endurreisti stöðu Póllands sem þjóð með sína eigin höfn við Eystrasaltið. Sköpun Gdynia er saga af djörfum borgarskipuleggjendum, arkitektum og verkamönnum sem þangað komu í leit að betra lífi. Að fyrirlestri loknum býður sendiráð Póllands í Reykjavík upp á léttar veitingar.
  • Þriðjudagur 12. september kl. 18:00-20:00 í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar
    Kvikmyndasýning: Eugeniusz Bodo – helgimynd pólskrar alþýðumenningar. Stutt kynning og sýningin á kvikmyndinni Bodo (Michał Kwieciński, 2017, 106 mín). Eugeniusz Bodo var ein af fyrstu pólsku stjörnunum til að nýta möguleika útvarps og kvikmynda. Ótrúlega ævisaga hans er samofinn örlögum Póllands.
  • Miðvikudagur 13. september kl. 16:30-17:30 í Veröld – hús Vigdísar, Heimasvæði á 2. hæð.
    Fyrirlestur: Þjóðrækin og trúarleg sönglög sem grunnur pólskrar alþýðumenningar (Tomasz Wegner frá Varsjárháskóla). Söngur er órjúfanlegur hluti af samfélagi manna, bæði í daglegu lífi og á hátíðarstundum. Margir af þeim söngvum sem stuðluðu að sameiginlegri ímynd Pólverja um sitt eigið land voru samdir á fyrri hluta 20. aldar. Í þessum fyrirlestri gefst tækifæri til að hlusta á nokkra slíka söngva og fræðast nánar um þá.  

  • Fimmtudagur 14. september kl. 18:00-20:00 í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar
    Kvikmyndasýning: Hvað segir míkrókosmos hótelveitingahúss okkur um Pólland í 1930? Stutt kynning og sýning á kvikmyndinni Hotel Pacific (Janusz Majewski, 1975, 95 mín). Hotel Pacific sýnir þverskurð af pólsku samfélagi á millistríðsárunum. Roman er utan af landi og nýkominn til stórborgarinnar í leit að betra lífi. Hvernig mun honum vegna í þessu samfélagi sem stjórnast af græðgi og miskunnarleysi?
Image