Header Paragraph

Samtal við Peter Adolphsen rithöfund

Image

Peter Adolphsen, einn áhugaverðasti og sérkennilegasti rithöfundur samtímans í Danmörku, kynnir fjölbreytt höfundarverk sitt í samtali við Jacob Ølgaard Nyboe, lektor í dönsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Samtalið fer fram á dönsku.

Haldið í Norræna húsinu miðvikudaginn 20. mars kl. 19:00.

Frá frumraun sinni með "Små historier" (örsögusafn) hefur Peter Adolphsen sameinað húmor með heimspekilegri dýpt og auga fyrir töfraraunsæi. Tungumálið er alltaf skarpt og inniheldur oft vísindaleg smáatriði sem og stór kosmísk sjónarhorn.

Viðburðurinn er í boði Norræna hússins og námsgreinar í dönsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. 

Image