Spjallað um hið stutta form

Ástráður Eysteinsson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson spjalla um stutt bókmenntaform í tilefni af útgáfu sérheftis Milli mála sem helgað er ólíkum gerðum smáverka og kom út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í árslok 2024. Viðburðurinn er á vegum STUTT – rannsóknastofu í smásögum og styttri textum við Háskóla Íslands og verður haldinn í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8, mánudaginn 26. maí kl. 16:30-18:00. 

Í sérhefti Milli mála er að finna tíu greinar um efnið og ellefu þýðingar á stuttum verkum af ólíkum toga, gömlum og nýjum. Höfundar munu taka til máls og kynna efnið í stuttu máli og þýðingar verða lesnar.

Þátttakendur eru Ásdís R. Magnúsdóttir, Áslaug Agnarsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Geir Þ. Þórarinsson, Kristín Guðrún Jónsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur. 

Verið hjartanlega velkomin! 

Deila