Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Image
Vigdís Finnbogadóttir

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var stofnaður árið 2003 af Háskóla Íslands og Kaupþingi banka. Þeir aðilar sem gerðust sérstakir styrktaraðilar sjóðsins fyrir 15. apríl 2005 teljast einnig til stofnenda hans. Þeir eru meðal annars: Ístak, Faxaflóahafnir, Icelandair, Hedorfs Fond, auk fjölmargra einstaklinga.

Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í því skyni styrkir hann rannsóknir á erlendum tungumálum, útgáfu ritverka á fræðasviðum stofnunarinnar, þróun kennslugagna í erlendum tungumála auk annarra verkefna sem tengjast starfsemi stofnunarinnar.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og úthlutunarreglum og hefur sjálfstæða stjórn:

Stjórn:

  • Berglind Ásgeirsdóttir
  • Birna Arnbjörnsdóttir
  • Steinþór Pálsson, formaður 

Varamaður:

          Pétur Knútsson

Sjá nánar um styrktarsjóði Háskóla Íslands hér.

Úthlutanir

Fundur stjórnar Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var haldinn þann 14. september 2022 í Veröld – húsi Vigdísar. Á fundinum var ákveðið að veita á árinu styrki að upphæð 3.400.000 kr. til eftirfarandi verka:

  • Milli mála – tímarit um tungumál og menningu, hefðbundið hefti og sérhefti 2023 – alls 1.400.000 kr.
  • Bækurnar Brúðkaup rauðu fiskanna, Að vestan. Íslensk-kanadískar smásögur, Litháarnir við Laptevhaf, Bókmenntir rómískra kvenna og Márar á Íberíuskaganum – alls 1.500.000 kr.
  • Kynningarmyndbönd Vigdísarstofnunar vegna Alþjóðlegs áratugs frumbyggjatungumála 2022-32  – 500.000 kr.

Að auki var veittur styrkur sem vilyrði hafði verið veitt fyrir árið 2020 til eftirfarandi verkefnis:

  • LEXÍA, íslensk frönsk veforðabók – 1.500.000 kr.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið starfræktur frá árinu 2003 og er markmið hans að stuðla að vexti og viðgangi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið formaður stjórnar sjóðsins frá upphafi, en auk hennar sitja í stjórninni:

• Ragnheiður Jónsdóttir menntunarfræðingur
• Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur
• Steinþór Pálsson bankastjóri
• Vésteinn Ólason prófessor emeritus

Varamaður er Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur.

Á fundi stjórnar sjóðsins hinn 17. september 2021 var ákveðið að veita á árinu styrki að upphæð 5.520 þúsund krónur til eftirfarandi verka:

1. Milli mála – tímarit um tungumál og menningu, hefðbundið hefti 2022 – 860.000 kr.
2. Milli mála – tímarit um tungumál og menningu, sérhefti um annarsmálsfræði og fjöltyngi 2022 – 860.000 kr.
3. Sögur Belkíns. Smásagnasafn eftir Aleksander Púshkín – 500.000 kr.
4. Fríða og Dýrið. Franskar sögur og ævintýri fyrri alda – 500.000 kr.
5. Smárit SVF, með verkum eftir Dorthe Jørgensen, Leïlu Slimani og Simon Leys – 500.000 kr.
6. Tvímála bók með úrvali ljóða Hannesar Hafstein á íslensku og í enskri þýðingu – 800.000 kr.
7. LEXÍA, íslensk frönsk veforðabók – 1.500.000 kr.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið starfræktur frá árinu 2003 og er markmið hans að stuðla að vexti og viðgangi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið formaður stjórnar sjóðsins frá upphafi, en auk hennar sitja í stjórninni:

• Ragnheiður Jónsdóttir menntunarfræðingur
• Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur
• Steinþór Pálsson bankastjóri
• Vésteinn Ólason prófessor emeritus

Varamaður er Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur.

Á fundi stjórnar sjóðsins hinn 30. júní 2020 var ákveðið að veita á árinu styrki að upphæð 2870 þúsund krónur til tveggja ritverka:

1. Milli mála – tímarit um tungumál og menningu 2020 – 870.000 kr.
2. Íslensk franska veforðabókin LEXÍA  – 2.000.000 kr.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið starfræktur frá árinu 2003 og er markmið hans að stuðla að vexti og viðgangi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið formaður stjórnar sjóðsins frá upphafi, en auk hennar sitja í stjórninni:

• Ragnheiður Jónsdóttir menntunarfræðingur
• Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur
• Steinþór Pálsson bankastjóri
• Vésteinn Ólason prófessor emeritus

Varamenn er Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur.

Á fundi stjórnar sjóðsins hinn 24. júní 2019 var ákveðið að veita styrki að upphæð 1800 þúsund krónur til útgáfu þriggja ritverka:

1. Milli mála – tímarit um tungumál og menningu 2018 – 600.000 kr.
2. Milli mála – tímarit um tungumál og menningu 2019 – 600.000 kr.
3. Raddir Rómafólks – Sögur sígauna – 600.000 kr.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið starfræktur frá árinu 2003 og er markmið hans að stuðla að vexti og viðgangi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið formaður stjórnar sjóðsins frá upphafi, en auk hennar sitja í stjórninni:

• Ragnheiður Jónsdóttir menntunarfræðingur
• Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur
• Steinþór Pálsson bankastjóri
• Vésteinn Ólason prófessor emeritus

Varamaður er Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur.

Sjóðurinn hefur styrkt fjölda verkefna á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á undanförnum árum, einkum útgáfu fræðirita. Á fundi stjórnar sjóðsins hinn 23. nóvember 2017 var ákveðið að veita styrki að upphæð 1400 þúsund krónur til útgáfu fjögurra ritverka:

1. Milli mála – tímarit um tungumál og menningu 2016 – 450.000 kr.
2. Milli mála – tímarit um tungumál og menningu 2017 – 450.000 kr.
3. Raddir frá Spáni. Smásögur eftir spænskar konur – 200.000 kr.
4. Heiman og heim. Greinasafn um verk Guðbergs Bergssonar – 300.000 kr.

Tímaritið Milli mála  er rafrænt og birtist árlega á Open Journal Systems vef Háskóla Íslands: https://ojs.hi.is/millimala. Greinasafnið Heiman og heim verður gefið út í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið starfræktur frá árinu 2003 og er markmið hans að stuðla að vexti og viðgangi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið formaður stjórnar sjóðsins frá upphafi, en auk hennar sitja í stjórninni:

• Ragnheiður Jónsdóttir menntunarfræðingur
• Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur
• Steinþór Pálsson bankastjóri
• Vésteinn Ólason prófessor emeritus

Varamenn eru þau Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur og Sigurður Helgason, fv. forstjóri.

Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Veittir hafa verið styrkir að upphæð samtals tæpum tveimur milljónum króna úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur til að standa straum af útgáfu fræðirita á vegum stofnunarinnar. Þetta ákvað stjórn Styrktarsjóðsins á fundi sínum þann 15. september sl. Stjórnin samþykkti einróma að styrkja útgáfu á vegum stofnunarinnar sem hér segir:

  • Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu 2014 og 2015 – 800.000 kr.
  • Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó – 550.000 kr.
  • Frá Púshkín til Pasternaks – kennslubók í rússneskum bókmenntum fyrir nemendur í rússnesku – 190.000 kr.
  • Hafið starfar í þögn minni. Þýðingar á ljóðum eftir Pablo Neruda – 450.000 kr.

Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu 2014 og 2015
Milli mála kom út í fyrsta sinn árið 2009. Markmið með útgáfu ritsins er að vera vettvangur fyrir akademíska starfsmenn stofnunarinnar og fræðimenn utan hennar til birtingar á greinum og öðru efni sem tengist fræðasviðum stofnunarinnar og þeim rannsóknum sem fram fara innan hennar. Árið 2012 var Milli mála breytt úr ársriti í tímarit um erlend tungumál og menningu til þess að gera það sýnilegra sem vettvang á fræðasviðinu og opna það enn frekar fyrir utanaðkomandi greinum. Árið 2014 var tímaritinu breytt í vetímarit og eru nú öll útgefin hefti tímaritsins þar aðgengileg: http://millimala.hi.is/is/forsida/
Ritstjórar Milli mála 2015 voru Ásdís R. Magnúsdóttir og Þórhallur Eyþórsson.

Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó
Kristín Guðrún Jónsdóttir þýðir sextán smásögur frá 20. og 21. öld og skrifar fræðilegan inngang að þýðingunni. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í allri Rómönsku Ameríku alla 20. öld, ekki síst í Mexíkó, en þaðan koma margir af helstu rithöfundum álfunnar. Margir þeirra eru heimsþekktir. Bókin er hugsuð sem kynning á smásögum frá Mexíkó fyrir íslenska lesendur. Nöfn sumra höfundanna hafa sjaldan eða aldrei heyrst hér á landi. Ritstjóri er Erla Erlendsdóttir.

Frá Púshkín til Pasternaks – kennslubók í rússneskum bókmenntum fyrir nemendur í rússnesku
Í bókinni er fjallað (á íslensku) um helstu höfunda Rússlands og Sovétríkjanna á 19. og 20. öld, æviferil þeirra og verk. Hverri umfjöllun fylgja textar á rússnesku eftir viðkomandi höfund með orðabók (rússnesk-íslensk), orðskýringum (á rússnesku) og menningarfræðilegum skýringum (á rússnesku). Ritstjórar eru Rebekka Þráinsdóttir og Olga Korotkova.

Hafið starfar í þögn minni. Þýðingar á ljóðum eftir Pablo Neruda
Safn ljóðaþýðinga og frumtexta þeirra eftir sílenska ljóðskáldið Pablo Neruda í ritstjórn Hólmfríðar Garðarsdóttur. Í bókinni verða birtar íslenskar þýðingar á ljóðum skáldsins eftir ýmsa þýðendur, auk fræðilegs inngangs ritstjóra.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur var stofnaður árið 2003. Hlutverk hans er að renna styrkum stoðum undir starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar. Þetta er í fjórða sinn sem Styrktarsjóðurinn úthlutar styrki til útgáfu á vegum stofnunarinnar.

Stjórnarformaður Styrktarsjóðsins er Frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, en aðrir sem eiga sæti í stjórn hans eru Ragnheiður Jóna Jónsdóttir menntunarfræðingur, Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, Steinþór Pálsson bankastjóri og Vésteinn Ólason, prófessor emeritus. Varamenn í stjórn eru Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur og Sigurður Helgason, fv. forstjóri.

Stjórn Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur ákvað á fundi sínum þann 10. febrúar 2014 að veita styrk að upphæð 1,6 milljón króna úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur til að standa straum af útgáfu tímaritsins Milli mála og bókarinnar Latína er list mæt.

Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu er gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Tímaritið birtir fræðigreinar og annað efni á sviði erlendra tungumála, bókmennta, málvísinda og menntunarfræði en einnig eru birtar stuttar þýðingar og ritdómar. Höfundum gefst kostur á að skrifa á móðurmáli sínu eða á því tungumáli, sem þeir hafa sérhæft sig í. Allar fræðigreinar sem birtast í Milli mála fara gegnum nafnlausa ritrýni. Frá og með árinu 2014 mun tímaritið vera gefið út á rafrænu formi. Ritstjórar þess eru Ásdís R. Magnúsdóttir og Þórhallur Eyþórsson.

Latína er list mæt hefur að geyma fræðilegar greinar sem Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu við Háskóla Íslands, hefur skrifað á ferli sínum um klassísk áhrif í íslenskum bókmenntum og um latínumenntir á Íslandi á árabilinu 1550-1800. Í bókinni er fjallað um fjölda latneskra kvæða eftir íslenska höfunda og allnokkur kvæði birt í tvímála útgáfum ásamt umfjöllun og skýringum. Bókin er gefin út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunni. Ritstjórar eru Hjalti Snær Ægisson og Gunnar Marel Hinriksson. Bókin nýtur einnig styrks frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur var stofnaður árið 2003. Hlutverk hans er að renna styrkum stoðum undir starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Styrktarsjóðurinn úthlutar styrki til útgáfu á vegum stofnunarinnar.

Stjórnarformaður Styrktarsjóðsins er Frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, en aðrir sem eiga sæti í stjórn hans eru Ásmundur Stefánsson, fv. bankastjóri, Hrönn Greipsdóttir, forstöðumaður Faktoring, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, stjórnarformaður og forstöðumaður Hannesarholts, Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur, Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair, Vésteinn Ólason prófessor og Þórður Sverrisson, fv. forstjóri Nýherja.

Styrkir til útgáfu á vegum SVF

Í nóvember 2012 tilkynnti Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um styrkveitingu, samtals að upphæð 1,9 milljónum króna, til að standa straum af kostnaði við útgáfu eftirfarandi rita :

•    Milli mála. Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum 2012. (1.195.000 kr.)
•    Murder in the Cathedral. Tvímála útgáfa á leikverki T.S. Eliot, með fræðilegum inngangi. Þýðinguna gerði Karl Guðmundsson en Ingibjörg Ágústsdóttir,  lektor í ensku, ritar inngang. Ritstjóri er Gauti Kristmannsson. (476.000 kr.)
•    Danskan. Lykill Íslendinga að háskólanámi eftir Auði Hauksdóttur. (237.000 kr.)

Þann 15. apríl 2011 var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr Styrktarsjóð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Veittir voru fimm styrkir til verkefna sem tengjast rannsóknum á tungumálum og menningu. Vigdís Finnbogadóttir, formaður sjóðsstjórnar, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands. Til úthlutunar voru tvær milljónir króna.

Eftirfarandi hlutu styrk:

1. Ársrit SVF fyrir árið 2010 Milli mála hlaut stærsta styrkinn að upphæð 880.000 kr.

2. Ársrit SVF fyrir fyrir árið 2011 Milli mála sem væntanlegt er, hlaut styrk að upphæð 440.000 kr.

3. Júlían Meldon D’Arcy hlaut styrk að upphæð 300.000 kr. til að gefa út tvímála útgáfu af ljóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar sem nefnist Hliðargötur. Bókin verður hluti af tvímála ritröð SVF í erlendum tungumálum.

4. Birna Arnbjörnsdóttir hlaut styrk að upphæð 265.000 kr. til að varðveita raunveruleg dæmi um vestur-íslensku en koma þarf hljóðdæmum af spólum yfir á rafrænt form og gera um leið fleirum kleift að stunda frekari rannsóknir og nota þessi gögn.

5. Hólmfríður Garðarsdóttir hlaut 115.000 kr. styrk vegna útgáfu tvímála bókar, Yfir saltan mar: Þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borgesar á Íslandi. Bókin verður hluti af tvímála ritröð SVF í erlendum tungumálum.

Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) og stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 af Háskóla Íslands og Kaupþingi banka.