Header Paragraph

Ásrún Jóhannsdóttir ver doktorsritgerð í ensku

Image

Ásrún Jóhannsdóttir hefur varið doktorsritgerð í ensku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist „Young learner’s lexical proficiency and motivation to learn English in Iceland“ og var unnin undir leiðsögn Birnu Arnbjörnsdóttur, prófessors emeritu við Mála- og menningardeild. Einnig voru í doktorsnefnd þær Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor emerita við Menntavísindasvið HÍ, Marianne Nikolov, prófessor emerita við Háskólann í Pécs, og Sif Einarsdóttir, prófessor við Félagsvísindasvið HÍ.

Geir Sigurðsson, forseti Mála- og menningardeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 22. ágúst síðastliðinn. Andmælendur voru Jasone Cenoz, prófessor við Háskólann í Baskalandi, og James Milton, prófessor við Háskólann í Swansea. (Smellið hér til að skoða myndir frá vörninni).

Um rannsóknina

Í rannsókninni skoðaði Ásrún viðhorf til ensku og enskunotkun íslenskra barna við upphaf formlegrar enskukennslu í 4. bekk og áhrif þessara þátta á orðaforðaþekkingu þeirra og hvata til að læra ensku. Í rannsóknarspurningum var leitast við að skoða tengsl milli enskuáreitis og enskunotkunar í umhverfi barnanna og stærð orðaforða þeirra, en einnig að skoða áhrif kyns og upphafs enskukennslu á orðaforða þátttakenda. Fyrst var lögð fyrir spurningakönnun um hvata barnanna til námsins og síðan tvö orðaforðapróf sem meta grunnþekkingu og vídd þekkingar við upphaf formlegs náms í ensku í grunnskóla. Niðurstöður benda til að orðaforði nemenda kemur að mestu leyti úr daglegu umhverfi utan skóla og er tengdur áhugasviði þeirra. Niðurstöður sýna einnig að þessi 9 ára börn átta sig á nauðsyn þess að læra ensku til framtíðarnotkunar í skóla og við lestur.

Um doktorsnefnið

Ásrún Jóhannsdóttir lauk BA-prófi í ensku við Háskóla Íslands og MA-prófi í ensku með áherslu á málvísindi og kennslufræði við sama skóla. Ásrún hefur einnig lokið diplóma í kennslufræði til kennsluréttinda. Hún er aðjunkt í ensku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.

Image