Ráðstefna þýskufræðinga haldin í Veröld
Þýskufræðingar frá Norður- og Eystrasaltslöndunum komu saman í Veröld – húsi Vigdísar dagana 8.-10. júní á alþjóðlegu ráðstefnunni XII. Nordisch-Baltische GermanistenTreffen sem haldin er á þriggja ára fresti og Vigdísarstofnun skipuleggur í ár.
Meðal viðfangsefna ráðstefnunnar eru þýska sem erlent tungumál, kennslufræði, málvísindi, þýðingarfræði, bókmenntafræði og -saga, menningarfræði, fjöltyngi og tungumálasambýli.
Á meðan ráðstefnunni stóð, bauð Sendiráð Þýskalands ráðstefnugestum til móttöku í Hvalasafninu í Reykjavík.
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru Adelheid Kumpf og Niels Stock frá tungumálaskólanum Vivat Lingua í Tübingen og Claus Ehrhardt, prófessor við Università di Urbino Carlo Bo. Umsjón með skipulagningu ráðstefnunnar höfðu þær Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku, og Vanessa Monika Isenmann, aðjunkt í þýsku.