Header Paragraph

„RomIs: Saga og ethnógrafía Rómafólks á Íslandi“ fær RANNÍS styrk

Image

RANNÍS úthlutaði í dag styrk til þriggja ára verkefnisins RomIs: Saga og ethnógrafía Rómafólks á Íslandi, sem stýrt er af Sofiyu Zahova, rannsóknarsérfræðingi við Vigdísarstofnun.

Megintilgangur RomIs er tvenns konar: annars vegar að koma í fyrsta sinn á framfæri alhliða sögulegri frásögn af veru Rómafólks á Íslandi, en hins vegar að rannsaka með etnógrafískum aðferðum samfélag Rómafólks á Íslandi og hvernig það fellur inn í íslenskt þjóðfélag samtímans. Verkefnishópurinn samanstendur af fræðifólki við Háskóla Íslands, samstarfsaðilum á vegum Reykjavíkurborgar og Rómafólki á Íslandi.

Tilkynnt var um úthlutunina á heppilegum tíma, því í dag, 14. janúar, fagna mörg Róma-samfélög nýárinu samkvæmt júlíanska tímatalinu. 

Baxtalo nevo bersh [Gleðilegt ár á rómaní]!

Image