Header Paragraph

Sögur Belkíns

Image

Út er komin hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni, bókin Sögur Belkíns eftir rússneska þjóðskáldið Aleksander Púshkín. Sögur Belkíns er safn fimm stuttra sagna sem eignaðar eru hinum dularfulla Belkín, þar sem brugðið er á leik með þekkt stef, s.s. rómantíska hetju, draugasöguna, hugljúfar ástir og óvænt endalok. Sögurnar eru fullar lífsgleði, glettni og umhyggju fyrir sögupersónum og höfðu sumar ófyrirséð áhrif á rússneskar bókmenntir.

Rebekka Þráinsdóttir þýddi sögurnar og ritaði eftirmála þar sem fjallað er um ævi og verk Púshkíns og Sögur Belkíns settar í sögu- og bókmenntalegt samhengi. Kristín Guðrún Jónsdóttir ritstýrði.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfan gefa bókina út og er hún fáanleg í vefverslun Háskólaútgáfunnar og öllum helstu bókaverslunum.

Image